Aldrei segja þetta við börn þín

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Unsplash.com/Caleb Woods

Ekkert foreldri er eins og annað en það eru nokkrar setningar sem flestir eru sammála um að láta ekki út úr sér. Sumt getur sært og setið lengi eftir í börnum. Notandi á Reddit bað fylgjendur að deila með sér því sem ekki ætti að segja við börn. Þar kennir ýmissa grasa:

1. Að tala um þyngd

„Verst er þegar mamma mín var alltaf að rifja upp hvað hún vó þegar hún var þetta og þetta gömul,“ sagði einn notandi Reddit.

2. Að gera lítið úr hvernig börn upplifa aðstæður

„„Þú ert bara að ímynda þér þetta,“ sagði foreldrið mitt, síðar kom í ljós að ég var ekki að ímynda mér neitt en búið var að grafa undan tilfinningu minni um hvað væri raunverulegt og hvað ekki,“ sagði annar notandi. „Þú ert svo dramatískur, það eru margir sem hafa það miklu verra. Hættu að væla.“

3. Að banna viss umræðuefni við hitt foreldrið

„Það ruglar barn verulega í ríminu ef fráskildir foreldrar eru stöðugt að segja: „Ekki segja pabba frá þessu.““ 

4. Samanburður við eldri systkin

„Að vera stöðugt að bera mann saman við hin systkin fær manni til þess að líða alltaf eins og maður sé verri og lakari.“

5. Að fitusmána

„Þegar ég var átta ára sagði mamma mín mér að engum líkaði við feitar stelpur. Ég var ekki einu sinni feit. En þarna fór ég að þróa með mér átröskun,“ sagði einn notandi.

6. Að fórna sér fyrir barnið

„Ég fórnaði öllu sem mér þótti vænst um fyrir þig.“

7. Að gera grín að barninu

„Ég var aldrei virkur í íþróttum en dag einn ákvað ég að taka mig á og fór að hreyfa mig. Þá gerðu foreldrar mínir grín að mér og það dró úr mér allan mátt.“

8. Hitt systkinið

„Við eignuðumst þig svo að bróðir þinn hefði einhvern til að leika við.“

mbl.is