Sonur Stjörnu-Sævars og Þórhildar fékk nafn

Sævar Helgi Bragason og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir eignuðust son í …
Sævar Helgi Bragason og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir eignuðust son í mars. Skjáskot/Instagram

Sæv­ar Helgi Braga­son, stund­um kallaður Stjörnu-Sæv­ar, og kær­asta hans Þór­hild­ur Fjóla Stef­áns­dótt­ir gáfu syni sínum nafn um helgina. Sonurinn fékk nafnið Jökull Máni Sævarsson og er nafnið táknrænt fyrir samband foreldranna og áhugamál. 

„Það er skemmtilegt að segja frá því að þegar við Sævar sáumst fyrst þá var það á fyrirlestrinum Jökullinn bráðnar í Háskólabíói og þaðan dregur hann nafnið sitt.

Fyrr um daginn hafði ég farið á fyrirlestur sem kallast Vörumerkið ég þar sem Andrés Jónsson nefndi Sævar sem dæmi um gott vörumerki og því tók ég sérstaklega eftir honum í Háskólabíói þarna um kvöldið og leiddi til allra okkar ævintýra.

Mánanafnið hefur tvöfalda merkingu fyrir okkur, en eins og flestir vita þá féll Máni minn skyndilega frá í október, en hann vissi samt alveg að þessi gaur væri á leiðinni í heiminn. Máni er líka augljóslega annað nafn á tunglinu sem hefur sérstaka merkingu fyrir sig,“ skrifaði Þórhildur á Instagram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert