„Nei takk“ voru fyrstu orðin

Ellie Kemper.
Ellie Kemper. AFP

Grínleikkonunni Ellie Kemper finnst hún eiga skilið verðlaun fyrir uppeldið á yngri syni sínum sem er eins og hálfs árs. Sonurinn er nýbyrjaður að tala og voru fyrstu orðin hans ekki orð heldur orðasambandið „nei takk“. 

Kemper talaði um syni sína tvo í spjallþætti Ellenar DeGeneres á dögunum.  „Hann er alltaf að segja nei takk,“ sagði Kemper. „Mér finnst eins og ég ætti að fá medalíu fyrir að ala hann upp svona kurteisan.“

Leikkonan segir þann stutta líka mjög sterkan. „Ég verð að glíma við hann til þess að skipta á bleyjum,“ sagði Kemper. Hún sagði eiginmann sinn líka vera svona sterkan án þess að mæta í ræktina og taldi son sinn hafa fengið ofurkraftana frá föður sínum. 

Eldri sonurinn er fjögurra ára og finnur vel fyrir álaginu sem fylgir litla bróður. „Mamma, af hverju bursta ég ekki tennurnar. Þú þarft ekki að hjálpa mér. Ég veit að þolinmæði þín er á þrotum,“ sagði Kemper. Hún segir eldri syninum að hún byrji daginn með fulla fötu af þolinmæði og orku en í lok dagsins sé lítið eftir í fötunni. 

mbl.is