Barn Beatrice prinsessu mun fá titil

Sonur Beatrice prinsessu og Edoardo Mapelli Mozzi fær ítalskan titil …
Sonur Beatrice prinsessu og Edoardo Mapelli Mozzi fær ítalskan titil frá pabba sínum.

Ófætt barn Beatrice prinsessu og Edoardos Mapellis Mozzis mun fá titil þegar það kemur í heiminn. Titilinn mun þó ekki koma frá bresku konungsfjölskyldunni heldur ítölsku föðurfjölskyldunni. 

Mozzi ber greifatitil á Ítalíu og þegar þau Beatrice giftust fékk hún greifynjutitil í kaupbæti. Barn þeirra mun því fá greifatitil verði það drengur eða „nobile donna“ verði það stúlka. 

Titlar í bresku konungsfjölskyldunni erfast aðeins á milli kynslóða í karllegg. Þar sem eiginmenn þeirra systra Beatrice og Eugenie eru ekki með breska titla geta börn þeirra ekki borið titla. Ágúst litli sonur Eugenie, sem kom í heiminn fyrr á þessu ári, ber til dæmis ekki titil af þessari ástæðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert