Eldri sonur Kardashian veiktist af veirunni

Saint West er eldri sonur Kim Kardashian og Kanye West.
Saint West er eldri sonur Kim Kardashian og Kanye West. skjáskot/Instagram

Saint West, eldri sonur Kim Kardashian og Kanyes Wests, veiktist af kórónuveirunni. Þessu greinir Kardashian frá í nýrri stiklu fyrir raunveruleikaþættina Keeping Up With the Kardashians sem fór í loftið nýlega. 

„Sainty var að greinast með kórónuveiruna. Og North segir að henni finnist hún lasin,“ sagði Kardashian í stiklunni. 

Óljóst er nákvæmlega hvenær hinn fimm ára gamli Saint greindist með veiruna en þættirnir eru sýndir nokkrum mánuðum eftir að þeir eru teknir upp. 

Þetta er í að minnsta kosti þriðja skiptið sem kórónuveiran bankar upp á hjá Kardashian-fjölskyldunni. Khloé Kardashian veiktist af veirunni einhvern tímann á síðasta ári og varð mjög veik. Þá hefur Kardashian talað um að West hafi veikst snemma í faraldrinum en hann hafi ekki farið í skimun.

mbl.is