Keypti ekki Valentino-tösku handa dótturinni

Gabrielle Union.
Gabrielle Union. AFP

Leikkonan Gabrielle Union birti krúttlegt myndband af dóttur sinni Kaaviu á TikTok í síðustu viku þar sem hún var að opna sína fyrstu Valentino-tösku. Myndbandið hefur farið fyrir brjóstið á sumum áhorfendum sem þykir heldur vel í lagt að gefa tveggja ára barni 460 þúsund króna hönnunartösku. 

Union sagði í viðtali við Entertainment Tonight á Billboard-tónlistarverðlaunahátíðinni um helgina að hún hefði ekki keypt þessa tösku handa dóttur sinni sjálf. 

„Til allra þeirra sem halda að ég hafi keypt yfir 400 þúsund króna tösku handa barninu mínu þegar það kann ekki að kúka í klósett, bara nei,“ sagði Union. 

Hún bætti við að Valentino hefði sent þeim mæðgum töskur í stíl að gjöf. 

mbl.is