Vill að börnin hitti Affleck en ekki strax

Ben Affleck og Jennifer Lopez þegar þau voru ung og …
Ben Affleck og Jennifer Lopez þegar þau voru ung og barnlaus. Nú eru þau sögð byrjuð saman aftur en það eru börn í spilinu. REUTERS

Leik- og söngkonan Jennifer Lepez og leikarinn Ben Affleck eru byrjuð að hittast aftur en þau hættu saman árið 2004. Lopez er ekki búin að kynna Affleck fyrir börnum sínum en hún á 13 ára gamla tvíbura. 

„Jen er treg til þess að bomba nýjum manni inn í líf þeirra akkúrat núna,“ sagði heimildarmaður Us Weekly. „Það verður örugglega gert að lokum en rólega. Þið getið verið viss um að hún vill að börnin hitti Ben.“

Ekki er langt síðan Lopez og hafnaboltakappinn Alex Rodrigu­ez slitu sambandi eftir tveggja ára trúlofun. Tvíburarnir eru sagðir hafa tengst Rodrigu­ez nánum böndum og Rodrigu­ez á að hafa verið góður stjúppabbi. „Þau þurfa að venjast því að hafa hann ekki lengur til staðar,“ sagði heimildarmaður um samband tvíburanna við fyrrverandi unnusta móður þeirra. 

Affleck þarf einnig að sinna sínum börnum en hann á þrjú börn með leik­kon­unni og Daða-aðdá­and­an­um Jenni­fer Garner.

mbl.is