Elísabet Ormslev og Sindri eiga von á barni

Elísabet og Sindri eiga von á barni í desember.
Elísabet og Sindri eiga von á barni í desember. Skjáskot/instagram

Tónlistarkonan Elísabet Ormslev og kærasti hennar Sindri Þór Kárason eiga von á barni. Elísabet sagði frá gleðifréttunum á samfélagsmiðlum í dag. 

Þetta er þeirra fyrsta barn saman en von er á litla krílinu í desember. 

„Lítið krútt væntanlegt í desember. Hvaða ættarnafn verður fyrir valinu kemur í ljós síðar en Michelsen, Ormslev, Möller, Petersen eða Knudsen koma til greina,“ skrifar Elísabet. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is