„Ég var mamma sem var líka barn“

Britney Spears segist hafa verið of ung þegar hún varð …
Britney Spears segist hafa verið of ung þegar hún varð mamma. Skjáskot/Instagram

„Ég var mjög ung þegar ég eignaðist börnin mín.“ Þetta segir Britney Spears í texta undir mynd sem hún birti af sér á Instagram með börnunum sínum í vikunni. Myndin sem hún birtir endurspeglar líðan söngkonunnar. 

Á myndinni situr hún við sundlaugarbakka með sólgleraugu og virðist döpur og alvarleg á svipinn. Börnin hennar tvö, strákarnir Jayden James og Sean Preston eru henni við hlið, báðir með sundkúta á höndunum. Þetta er mynd síðan 2007. 

Britney Spears deilir í dag forræði með fyrrverandi eiginmanni sínum Kevin Federline og skiptist það þannig að hún er með 30% og Federline 70%. Í textanum sem hún birtir með myndinni segir hún: „Við allar sundlaugar komu öll börnin til mín því ég var alltaf með mesta barnadótið, ég var mamma sem var líka barn.“

mbl.is