Lærði að synda eftir að hann varð faðir

Beyoncé og Jay-Z eiga þrjú börn.
Beyoncé og Jay-Z eiga þrjú börn. AFP

Rapparinn Jay-Z lærði ekki að synda fyrr en hann var kominn yfir fertugt og orðinn faðir. Jay-Z segir að hann hafi ákveðið að læra að synda þegar frumburður hans og tónlistarkonunnar Beyoncé Knowles, Blue Ivy, fæddist í heiminn. 

„Ég lærði ekki að synda fyrr en Blue fæddist. Þetta er myndhverfing fyrir samband okkar. Ef hún myndi einhvern tíman falla í vatn og ég gæti ekki bjargað henni. Ég náði ekki utan um þá hugsun. Ég þurfti að læra að synda. Þannig var það,“ sagði Jay-Z í viðtali við The Shop: Uninterrupted

Blue litla er orðin 9 ára gömul. Síðan hefur tónlistarparið eignast tvíburana Rumi og Sir sem verða fjögurra ára í júní. 

Blue Ivy Carter og Beyoncé.
Blue Ivy Carter og Beyoncé. AFP
mbl.is