Grætur við tónlist pabba

Lyra dóttir Ed Sheeran er ekki hrifin af tónlistinni hans.
Lyra dóttir Ed Sheeran er ekki hrifin af tónlistinni hans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran segir að átta mánaða gömul dóttir hans gráti bara þegar hann syngur nýju lögin sín fyrir hana. 

Dóttir Sheeran og eiginkonu hans Cherry Seaborn kom í heiminn í september á síðasta ári. Sheeran segir dótturina, sem fengið hefur nafnið Lyra Antarctica Seaborn Sheeran, ekki vera sinn stærsta aðdáanda þótt hún brosi við eitt og eitt lag. 

Hún er mjög hrifin af Shape of You, marimbahljóðið er gott, en hún er ekki hrifin af neinu með miklum hávaða,“ sagði söngvarinn í viðtali. 

BBC

mbl.is