Heidi Klum bálreið út í pabba sinn

Heidi Klum er ósátt við föður sinn.
Heidi Klum er ósátt við föður sinn. AFP

Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum er ekki par ánægð með föður sinn og framkomu hans í garð dóttur hennar, Leni Klum. Faðir Klum, hinn þýski Günther, er búinn að skrá nafn dótturdóttur sinnar sem vörumerki.

Gjörningurinn gæti komið sér illa fyrir Leni sem fetar nú í fótspor móður sinnar og starfar sem fyrirsæta að því fram kemur á vef Daily Mail. Auk þess að skrá nafn Leni Klum sem vörumerki skráði afi hennar gælunafn Leni sem er Mausekatze. Günther Klum sótti um að skrá nöfnin í mars. Hann á yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisvist ef hægt verður að sanna að vörumerkjaskráningin hafi verið gerð til þess að skaða Klum. 

Talið er að það hafi slitnað upp úr sambandi Heidi og Günther Klum þegar fyrirsætan gekk í hjónaband með gítarleikaranum Tom Kaulitz árið 2019. Fyrirsætan, sem starfar nú sem dómari í sjónvarpsþættinum vinsæla America's Got Talent, var áður gift tónlistarmanninum Seal sem ættleiddi Leni Klum en blóðfaðir hennar er Falvio Briatore. 

Heidi Klum á í deilum við föður sinn dóttur sinnar …
Heidi Klum á í deilum við föður sinn dóttur sinnar vegna. AFP
mbl.is