Ástfangin með Stormi?

Kylie Jenner, Stormi Jenner-Scott, Travis Scott
Kylie Jenner, Stormi Jenner-Scott, Travis Scott Skjáskot/Instagram

Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner virðist vera búin að finna jarðtengingu í ástarlífinu ef marka má instagramsöguna hennar. Í sögunni njóta Jenner og barnsfaðir hennar, rapparinn Travis Scott, þess að vera fjölskylda ásamt þriggja ára dóttur sinni Stormi. 

Þau skemmtu sér í vatnsblöðrustríði með dótturinni á heimili fjölskyldu Scotts í Houston í Texasríki. Jenner tók atburðinn upp og setti í sögu hjá sér á Instagram. Í myndbandinu taka feðginin höndum saman gegn símaóðu mömmunni og reyna að skjóta hana í kaf með vatnsblöðrum. Þýðir þetta að þau skilgreini sig aftur sem par?

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram

Að lokum býður Kylie Jenner góða nótt úr einkaþotunni sinni.
mbl.is