Biðtími í glasafrjóvgun 3-4 mánuðir

Þriggja til fjögurra mánaða biðlisti er eftir glasafjróvgunarmeðferð.
Þriggja til fjögurra mánaða biðlisti er eftir glasafjróvgunarmeðferð. CLAUDIO SANTANA

Biðtími í að hefja meðferð í glasafrjóvgun hér á landi er 4 mánuðir eins og staðan er í dag. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Önnu Kolbrúar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 

Glasafrjóvgun er sú aðgerð þegar eggfruma sem numin hefur verið úr líkama konu er frjóvguð með sæðisfrumu utan líkamans. 

Heimsfaraldur tafði

Fram kemur að bið eftir slíkri meðferð er yfirleitt á milli þriggja og fjögurra mánaða en er í lengra lagi í dag vegna sumarlokunar fyrirtækisins Livio Reykjavík, sem veitir þjónustuna.

Það er vilji Livio að halda biðtíma eftir meðferðum undir viðmiðum embættis landlæknis um að hefja meðferð innan 90 daga frá því að ákvörðun um að veita hana er tekin. Oftast hefur tekist að veita þjónustuna innan þess tíma en takmörkun á starfsemi tengd heimsfaraldrinum skapaði biðlista sem enn er verið að vinna niður,“ segir í svari heilbrigðisráðherra.  Þá kemur fram að til standi að auka afköst í sumar til að halda biðtíma undir 60 dögum. 

Meðalaldur kvenna viðfyrstu glasafrjóvgunarmeðferð á Livio er 34,5 á árunum 2018-2021. Langflestar konur sem óska meðferðarinnar hafa ekki átt börn áður eða 734 af 1.006 tilfellum á árunum 2019-2020. 272 glasafrjóvganir voru gerðar hjá konum sem áttu börn fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert