Edda og Ríkharður eignuðust son

Ríkharður Daðason og Edda Hermannsdóttir í Verona á Ítalíu. Myndin …
Ríkharður Daðason og Edda Hermannsdóttir í Verona á Ítalíu. Myndin er tekin áður en hann bað hennar.

Edda Her­manns­dótt­ir markaðsstjóri Íslands­banka og Rík­h­arður Daðason hag­fræðing­ur eignuðust son í gær, ellefu dögum fyrir settan tíma. Fyr­ir á Edda tvö börn og Rík­h­arður eina dótt­ur. 

Rík­h­arður og Edda hnutu hvort um annað 2017. Sum­arið 2018 bað hann henn­ar í brúðkaupi Ragn­hild­ar Stein­unn­ar Jóns­dótt­ur og Hauks Inga Guðna­son­ar sem fram fór á Ítal­íu. 

Fæðingin gekk vel og gerði Ríkharður að umtalsefni að hann hefði verið viðstaddur alla fæðinguna í tvo og hálfan tíma og ekki liðið yfir hann. 

Barna­vef­ur­inn ósk­ar þeim hjart­an­lega til ham­ingju með soninn og lífið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert