Ofurfyrirsæta kann ekki að halda á barninu sínu

Barnið virðist vera aukahlutur fyrir myndatöku ofurmódelsins.
Barnið virðist vera aukahlutur fyrir myndatöku ofurmódelsins. Skjáskot/Instagram

Ofurfyrirsæta Emily Ratajkowski varð þrítug á dögunum og í tilefni þess birti hún myndir af sér með syni sínum Sylvester „Sly“ Apollo á Instagram. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir hvernig hún heldur á honum þar sem hún veitir höfði hans engan stuðning og sonurinn virðist vera aukahlutur í myndatöku ofurmódelsins.

Eftir að hún birti myndirnar á Instagram fóru athugasemdir að hrannast inn þar sem hún er harðlega gagnrýnd fyrir hvernig hún heldur á syninum. Ratajkowski lokaði þá fyrir athugasemdir á myndaseríuna en við það fluttist gagnrýnin yfir á Twitter eins og sjá má neðar í fréttinni.

View this post on Instagram

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata)

Ofurfyrirsætan eignaðist soninn fyrir þrem mánuðum og er hann hennar fyrsta barn en fyrir á hún tvo hunda. Fyrir rúmum tveim árum birti hún mynd af sér á Instagram haldandi á öðrum hundinum á sama hátt og hún heldur á syni sínum.

Hér notar ofurfyrirsætan hund sem aukahlut við myndatöku
Hér notar ofurfyrirsætan hund sem aukahlut við myndatöku Skjáskot/Instagram

Emily Ratajkowski var meðal annars gagnrýnd af þáttastjórnandanum Piers Morgan.

mbl.is