Samferða Meghan í barneignum

Patrick J. Adams og Meghan hertogaynja léku saman í Suits …
Patrick J. Adams og Meghan hertogaynja léku saman í Suits og eiga börn á sama aldri.

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja af Sussex eignuðust dóttur á föstudaginn. Fyrrverandi mótleikari hennar í Suits, Patrick J. Adams, eignaðist einnig dóttur um miðjan maí. Þetta var annað barn hans eins og í tilviki Meghan. 

Adams og eiginkona hans, Pretty Little Liars-leikkonan Troian Bellisario, eiga eitt barn fyrir. Hjónin sem voru gestir í brúðkaupi Harry og Meghan í maí 2018 eignuðust dótturina Auroru í október 2018. Harry og Meghan eignuðust hins vegar soninn Archie í maí 2019.

Þegar kom að því að eignast barn númer tvö var enn styttra á milli. Yngri dóttir Adams, Elliot Rowena Adams, kom í heiminn 15. maí. Adams og Bellisario greindu frá komunni á samfélagsmiðlum á föstudaginn. Sama dag kom dóttir Harry og Meghan í heiminn. 

View this post on Instagram

A post shared by Patrick Adams (@halfadams)mbl.is