Erfingjar Íslandsvinar í háskalegu klettaklifri

Íslandsvinurinn Pink ásamt fjölskyldu sinni
Íslandsvinurinn Pink ásamt fjölskyldu sinni AFP

Söngkonan og Íslandsvinurinn Pink fór ásamt manninum sínum Carey Hart með börnin sín í ævintýralegt klettaklifur í náttúrunni. Klettaklifrið heppnaðist það vel að í kjölfarið birti stoltur faðirinn myndir á Instagram af þessu háskalega en örugga klettaklifri barna sinna.

Börnin þeirra tvö Willow sem er tíu ára og Jameson sem er fjögurra ára gamall skemmtu sér vel í klettaklifrinu en fyrir þetta höfðu þau aðeins reynt fyrir sér í klettaklifri innandyra. „Börnin okkar eru mögnuð,“ segir faðir þeirra og bætir við: “Það kom mér á óvart af hvað miklum krafti Jameson klifraði upp klettana, hann pældi vel í því áður hvaða leið hann átti að fara. Strákurinn er skotheldur.“ 

View this post on Instagram

A post shared by Carey Hart (@hartluck)

mbl.is