Gaf hundinum brjóstamjólk

Jill Dugg­ar Dill­ard og Derick Dillard. Hundur hjónanna fékk brjóstamjólk.
Jill Dugg­ar Dill­ard og Derick Dillard. Hundur hjónanna fékk brjóstamjólk. Skjáskot/Instagram

Bandaríska raun­veru­leikaþátta­stjarn­an Jill Dugg­ar Dill­ard gaf hundinum sínum afgangsbrjóstamjólk. Duggar Dillard á tvo syni og eru þeir báðir hættir á brjósti en hún átti enn brjóstamjólk í frystinum. 

Synir Duggar Dillard hættu á brjósti þegar þeir voru um tveggja ára. Yngri sonurinn er þriggja að verða fjögurra ára og bað um að smakka brjóstamjólkina úr frystinum. Duggar Dillard segir frá því á Instagram að hún hafi leyft syninum að smakka en eins og hún átti von á fannst honum mjólkin ekki góð. Hún ákvað því að gefa hundinum mjólkina. 

Dill­ard er best þekkt fyr­ir að koma fram í raun­veru­leikaþátt­un­um 19 Kids and Count­ing ásamt fjöl­skyldu sinni. Faðir henn­ar er stjórn­mála­maður­inn Jim Bob Dugg­ar. Dugg­ar og eig­in­kona hans eiga 19 börn og er Dill­ard sú þriðja í röðinni. Hún hef­ur áður skrifað bók um hvernig var að al­ast upp í svo stórri fjöl­skyldu.mbl.is