Hugleikur óskar eftir aðstoð barnlausra vina

Hugleikur Dagsson
Hugleikur Dagsson ljósmynd/Dóra Dúna

Teiknimyndaprinsinn Hugleikur Dagsson sækist eftir kröftum barnlausra vina sinna til að aðstoða sig við skopteikningu sem hann vinnur að. Hugleikur birtir hálfkláraða skopmynd í Facebook færslu í hádeginu og lætur eftirfarandi texta fylgja með: „Kæru barnlausu vinir. Ausið nú úr skálum reiði ykkar og hjálpið mér að fylla talblöðruna til hægri. Ég veit það eru mörg góð svör við þessari ótrúlega dónalegu spurningu.“

Í skopteikningunni beinir eldri kona spurningunni: „Og hvenær ætlar þú að eignast börn?,“ í átt að yngri konu. Margar fyndnar hugmyndir hafa litið dagsins ljós í athugasemdunum líkt og frá Aldísi Dagmar Erlingsdóttur Svarkur, en hún stingur upp á svarinu: „Á sama tíma og ég get keypt fasteign. Aldrei.“

mbl.is