Beyoncé segir tvö betra en eitt

Tvíburar Beyoncé eru fjögurra ára.
Tvíburar Beyoncé eru fjögurra ára. Ljósmynd/Beyonce.com

Tvíburar tónlistarhjónanna Beyoncé og Jay-Z urðu fjögurra ára á sunnudaginn. Tónlistarkonan óskar þeim Rumi og Sir til hamingju með afmælið á heimasíðu sinni. Beyoncé eignaðist tvíbura hinn 13. júní 2017. 

„Hvað er betra en ein gjöf ... tvær,“ skrifaði stjarnan á heimasíðu sína og átti þá við að hún eignaðist ekki bara eitt barn heldur tvö. „Til hamingju með afmælin Rumi og Sir.“

„Ég var 99 kíló dag­inn sem ég fæddi Rumi og Sir. Ég var bólg­in af völd­um háþrýst­ings og hafði verið í rúm­inu í yfir mánuð. Heilsa mín og barn­anna var í hættu svo ég þurfti að fara í bráðakeis­ara,“ sagði Beyoncé í Vogue árið 2018. Hún var lengi að jafna sig eftir keisaraskurðinn. 

Byeoncé á þrjú börn með eiginmanni sínum, Jay-Z, elsta barn þeirra hin níu ára gamla Blue Ivy. Beyoncé missti einnig fóstur árið 2010 eða 2011. 

Beyoncé.
Beyoncé. AFP
mbl.is