Íslandsvinirnir úr The Bachelor eignuðust tvíbura

Skjáskot/Instagram

Hol­lenski ökuþór­inn og fyrrverandi piparsveinninn Arie Luyen­dyk og eig­in­kona hans Lauren Burn­ham eignuðust tvíbura um helgina á Havaí en þau tilkynntu það á Instastory. Parið sem kynntist í raunveruleikaþættinum The Bachelor gifti sig árið 2019 en fyrir eiga hjónin dótturina Alessi sem er tveggja ára. Parið dvaldi hér í nokkra daga árið 2018.

Hjónin skrifuðu í Instastory: „Mamma og börnin hafa það frábært og allt gekk vel. Við njótum þess núna að verja tíma saman og varðveita augnablikið, takk fyrir stuðninginn.“

Hjón­in hafa ekki enn birt myndir af tvíburunum en þau deildu mynd af sér saman frá fæðingardeildinni þar sem þau virðast vera í skýjunum eftir fæðinguna. Tvíburarnir eiga svo sitt eigið Instagram þar sem hægt er að fylgjast með framhaldinu.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram


mbl.is