Blandaður uppruni verður ekki leyndarmál

Fyrirsætan Gigi Hadid er af blönduðum uppruna. Það sama má …
Fyrirsætan Gigi Hadid er af blönduðum uppruna. Það sama má segja um unnusta hennar. mbl.is/AFP

Fyrirsætan Gigi Hadid og söngvarinn Zayn Malik hefðu ekki getað valið betri tíma til að eignast dóttur sína Kahi Hadid Malik að þeirra mati. 

Hadid telur mikilvægt að vera opinská þegar kemur að blönduðum uppruna barnsins en sjálf er Hadid fædd í Bandaríkjunum en á föður sem er fæddur í Palestínu. Malik er fæddur í Bretlandi og á móður frá Pakistan.

„Ég tel mikilvægt að eiga samtal um uppruna okkar við Kahi. Þá meira til að fræða hana en setja á hana einhverja ábyrgð þessu tengt. Ég veit ekki hvernig er best að tala um þetta en ég hlakka til að fá spurningar frá henni og svara þeim.“

Hadid hefur tjáð sig opinberlega um hversu þakklát hún er fyrir að fá tækifæri til að eignast barn á tímum kórónuveirunnar, því þá hafi hún haft tækifæri til að vera lengur heima með dóttur sinni. 

„Þessi tími gaf mér tækifæri til að upplifa móðurhlutverkið eins og mig hafði dreymt um að upplifa það. Að gera hlutina sjálf og ekki þurfa að ráða barnfóstru strax.“

Hadid og Malik staðfestu komu barnsins 23. september árið 2020. Frá þeim tíma hefur fyrirsætan verið opin með líf sitt á samfélagsmiðlum. 

Harpers Bazaar

View this post on Instagram

A post shared by Gigi Hadid (@gigihadid)

mbl.is