Kim Kardashian fagnar átta ára afmæli North West

Kim Kardashian ásamt North West í herferð Steven Klein. Þær …
Kim Kardashian ásamt North West í herferð Steven Klein. Þær eru stíliseraðar í anda Jackie Onasis. mbl.is/Instagram

Ef marka má ljósmyndir sem Kim Kardashian birti í vikunni af sér og North West í tilefni átta ára afmælis North er Jackie Onassis mikill áhrifavaldur í lífi fjölskyldunnar. North á ekki langt að sækja áhuga sinn á tísku og hönnun. Kardashian staðhæfir að dóttirin sé sú listrænasta af öllum sem hún þekkir og tengslin þeirra á milli séu sterk eins og myndirnar í herferðinni sýna.

„Fyrsta barnið mitt North er nú átta ára. North  einn daginn muntu sjá öll þessi skilaboð í bókum sem ég er að láta gera fyrir þig og vona ég að þú munir sjá ástina sem þú hefur fært inn í líf okkar fjölskyldunnar. Þú ert uppátækjasamasta, klárasta og listrænasta manneskja sem ég veit um og veist nákvæmlega hvað þú vilt í lífinu! Ég hef aldrei hitt neinn eins og þig.

Ég valdi þessar myndir af okkur North frá Steven Klein þar sem við erum klæddar upp á eins og Jackie O. Myndirnar minna mig á þau sterku tengsl sem eru okkar á milli,“ skrifar Kardashian við myndirnar.mbl.is