Emil og Ída fundin

Þessi börn fara með hlutverk Emils og Ídu í Kattholti.
Þessi börn fara með hlutverk Emils og Ídu í Kattholti. Ljósmynd/Borgarleikhúsið

Listrænir stjórnendur leikritsins Emils í Kattholti hafa valið hvaða börn fara með hlutverk Emils og Ídu í leikritinu Emil í Kattholti. Með hlutverk Emils fara þeir Gunnar Erik Snorrason og Hlynur Atli Harðarson sem báðir eru tíu ára. Ída verður svo leikin af Sóleyju Rún Arnarsdóttur, níu ára og Þórunni Obbu Gunnarsdóttur, átta ára. 

Alls sóttu 1.200 börn um hlutverkin tvö og ljóst er að leiklistaráhugi barna er mikill. Það verður gaman að fylgjast með í Kattholts-ævintýrinu. Emil í Kattholti verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í nóvember þegar við fáum vonandi aftur eðlilegt leikhúsár.

mbl.is