Dóttir Alexöndru og Gylfa skírð í gær

Dóttir Alexöndru og Gylfa var skírð í gær
Dóttir Alexöndru og Gylfa var skírð í gær Skjáskot/Instagram

Dóttir hjónanna Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þórs Sigurðssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu og leikmanns Everton, var skírð í gær. Stúlkan fékk nafnið Melrós Mía Gylfadóttir. Melrós Mía fæddist í byrjun maí og er frumburður þeirra.

Alexandra birti dásamlegar myndir úr skírnarveislunni á Instagram. Þar má sjá gómsætar kræsingar og æðislegar myndir af fjölskyldunni sem er hér á landi í sumarfríi. Í byrjun júní settu þau eina af íbúðunum sínum, í Þorrasölum 12, á sölu og seldist hún á nokkrum dögum.

mbl.is