Hefur ekki séð mömmu sína leika

Apple og Gwyneth eru nánar mæðgur.
Apple og Gwyneth eru nánar mæðgur.

Óskarsverðlaunaleikkonan Gwyenth Paltrow segir að 17 ára gömul dóttir sín hafi ekki séð mömmu sína á hvíta tjaldinu. Paltrow á tvö börn, dóttur sem er 17 og son sem er 15 ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Chris Martin.

„Börnin mín hafa aldrei séð mig í bíómynd,“ sagði Paltrow í bandarískum sjónvarpsþætti á fimmtudaginn. „Ég held að sonur minn hafi séð Járnkarlinn, en ég held að dóttir mín hafi ekki séð mig í kvikmynd.“

Apple, dóttir Paltrow, finnst skrítið að horfa á móður sína leika í kvikmynd. „Hún segir að hún kunni vel við sig hér,“ sagði Paltrow og benti á hjarta sitt. 

Gwyneth Paltrow.
Gwyneth Paltrow. AFP
mbl.is