Langar í annað barn saman

Khloé Kardashian og Tristan Thompson
Khloé Kardashian og Tristan Thompson Skjáskot/Instagram

NBA-körfuboltamaðurinn Tristan Thompson flutti aftur til Khloé Kardashian í Los Angeles eftir að deildarkeppnin í bandarísku körfuboltadeildinni kláraðist fyrir nokkrum vikum. Thompson hafði þurft að ferðast með liði sínu og vera í sóttvarnarkúlu með þeim meðan á deildarkeppninni stóð í vetur. Hann er nú kominn aftur til Los Angeles til að vera með börnum sínum og kærustu. Thompson leikur með Boston Celtics.

Samkvæmt heimildum eru þau að skipuleggja sumarfrí saman. Khloé Kardashian er mjög ánægð að fá Thompson aftur heim en hún og þriggja ára dóttir þeirra True fögnuðu feðradeginum í gær.

Thompson birtir myndir á Instagram af dóttur þeirra True en einnig aðra mynd af sér og fjögurra ára syni sínum Prince sem hann eignaðist í öðru sambandi. Fallegt að hann skuli fagna hlutverki sínu sem faðir á þennan hátt.

mbl.is