Eignaðist tvíbura með hjálp staðgöngumóður

Derek Blasberg er ánægður með tvíburana sína sem fæddust með …
Derek Blasberg er ánægður með tvíburana sína sem fæddust með aðstoð staðgöngumóður þann 18. maí síðastliðinn.

Derek Blasberg, yfirmaður tísku og hönnunar hjá YouTube, og unnusti hans Nick Brown fögnuðu fæðingu barna sinna í síðasta mánuði. Þeir eignuðust tvíbura með aðstoð staðgöngumóður 18. maí síðastliðinn.  

Stúlkan, sem heitir Elizabeth Grace Blasberg Brown, og drengurinn Frederick Noah Blasberg Brown eru umkringd vinum og fjölskyldu Blasbergs. 

Líf tískukóngsins hefur breyst töluvert því hann er þekktur fyrir að vera duglegur á næturlífinu með skemmtilegasta fólki veraldar. Hann tekur sig vel út í nýju hlutverki. 


 

mbl.is