Feðgar í stíl á stórleik Englands

Vilhjálmur Bretaprins og Georg prins voru í stíl á leiknum …
Vilhjálmur Bretaprins og Georg prins voru í stíl á leiknum í gærkvöldi. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og sonur hans Georg prins voru klæddir í stíl þegar þeir hvöttu landslið Englands til sigurs á Wembley í gærkvöldi. Feðgarnir voru í dökkbláum jakkafötum með raut, hvítt og blátt bindi. 

England vann 2-0-sigur á Þjóðverjum í gærkvöldi í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu og er liðið komið áfram í átta liða úrslit. 

Georg litli er mikill aðdáandi landsliðsins og klæddist treyju liðsins á opinberri afmælismynd sinni í fyrra. Það má því gera ráð fyrir að hann hafi verið ansi ánægður með sína menn á vellinum í gærkvöldi. 

Katrín hertogaynja var einnig í fánalitunum en hún var í rauðum jakka og hvítum bol. 

Sessunautar konungsfjölskyldunnar voru ekki af verri endanum en bak við þau sátu fótboltamaðurinn fyrrverandi David Beckham og sonur hans Romeo. Þar voru líka tónlistarmaðurinn Ed Sheeran og eiginkona hans Cherry Seaborn.

Georg litli er áhugasamur um enska landsliðið.
Georg litli er áhugasamur um enska landsliðið. AFP
Fjölskyldan skemmti sér vel.
Fjölskyldan skemmti sér vel. AFP
Cherry Seaborn, Ed Sheeran, David og Romeo Beckham á leiknum …
Cherry Seaborn, Ed Sheeran, David og Romeo Beckham á leiknum í gær. AFP
mbl.is