Pabbahelgi hjá Kanye West í Mexíkó

Kanye West er mættur með börnunum sínum fjórum í frí …
Kanye West er mættur með börnunum sínum fjórum í frí til Mexíkóborgar AFP

Bandaríska rappgoðsögnin Kanye West skellti sér til Mexíkóborgar með börnunum sínum fjórum á dögunum á meðan móðir þeirra Kim Kardashian skemmtir sér í Rómaborg. West og Kardashian standa í skilnaði um þessar mundir.

Á myndum sem birtast í frétt Daily Mail sést hinn 44 ára gamli rappari sitja heldur lúinn á töskubandi flugvallarins í Mexíkó ásamt börnunum sínum fjórum, syninum Saint og dætrunum þremur North átta ára, Chicago þriggja ára og Psalm tveggja ára.

Greint var frá því í síðasta mánuði að West og ofurfyrirsætan Irina Shayk hefðu verið að stinga saman nefjum, en nú herma fregnir að West ætli að einbeita sér að sjálfum sér næstu vikurnar.

mbl.is