Þekkti ekki mömmu sína en eltir hana sem skugginn

Scarlett Johannsson
Scarlett Johannsson AFP

Barnshafandi stórleikkonan Scarlett Johansson, sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Black Widow sem frumsýnd var á dögunum, kom fram í spjallþættinum The Kelly Clarkson Show á dögunum. Þar sagði hún frá sex ára dóttur sinni, Rosem, sem elti hana eins og skugginn eftir að tökum við gerð myndarinnar lauk.

„Hún var eins og skugginn minn, skilurðu, alltaf,“ sagði Johansson, sem saknaði dóttur sinnar á meðan tökur voru í gangi og greinilegt að dóttirin saknaði einnig móður sinnar. „Þetta er æðislegt því ég veit að eftir nokkur ár vill hún örugglega ekkert með mig hafa þannig að ég ætla að njóta þess til hins ýtrasta að hafa hana sem skuggann minn um þessar mundir.“

Johansson sagði í viðtalinu að hún hefði spilað Aleinn heima 3 fyrir Rose, en Johansson var ellefu ára þegar hún lék í kvikmyndinni. Rose var í fyrstu ekki viss hver væri á skjánum þegar móðir hennar spurði „hver er þetta á skjánum?“ en rökhugsunin hjá barninu var til fyrirmyndar því hún sneri sér að mömmu sinni og svaraði hissa: „Þú?“

Frétt MSN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert