Ofurfyrirsæta á von á öðru barni

Ashley Graham á von á sínu öðru barni.
Ashley Graham á von á sínu öðru barni. AFP

Ofurfyrirsætan Ashley Graham og eiginmaður hennar Justin Ervin eiga von á sínu öðru barni saman. Graham sagði frá gleðifréttunum á Instagram í dag. 

Fyrir eiga þau soninn Isaac Menelik Giovanni sem kom í heiminn 18. janúar 2020. 

„Síðastliðið árið hefur verið fullt af óvæntum hlutum, sorgum, viðkunnanlegu upphafi og nýjum sögum. Ég er bara að byrja að meðtaka og fagna því hvað þessi næsti kafli þýðir fyrir okkur,“ skrifaði Graham við óléttumynd af sér. 

Óléttan kemur aðdáendum Graham ekki mikið á óvart en í viðtali við Wall Street Journal í febrúar sagðist hún vera tilbúin í að eignast barn númer tvö. 

mbl.is