Hudson nýtur lífsins með börnunum á Grikklandi

Kate Hudson
Kate Hudson AFP

Bandaríska leikkonan og móðirin Kate Hudson dvelur um þessar mundir við Miðjarðarhafið á grískri eyju ásamt kærastanum sínum Danny Fujikawa og þremur börnum. Á sunnudaginn birti hún mynd á Instagram af sonum sínum, þeim Ryder 17 ára og Bingham sem varð 10 ára í síðustu viku.

Hudson hef­ur nýtt tím­ann und­an­farið í að koma sér í form og ef marka má instagramsíðuna hennar hefur leik­kon­an sjald­an eða aldrei verið í jafn góðu formi.

Hudson eignaðist börnin sín þrjú með þremur barnsfeðrum. Ryder er sonur fyrrverandi eiginmanns hennar Chris Robinsons, Bingham er sonur Matts Bellamys en Bellamy og Hudson voru trúlofuð. Yngsta er svo dóttirin Rani Rose sem er tveggja ára og faðir hennar er Danny Fujikawa sem er í dag kærasti Hudson.

View this post on Instagram

A post shared by Kate Hudson (@katehudson)

mbl.is