Meðgangan allt annað en fullkomin

Halsey á von á barni.
Halsey á von á barni. AFP

Tónlistarkonan Halsey er langt gengin með sitt fyrsta barn. Hún viðurkenndi í forsíðuviðtali tímaritsins Allure að hún hefði hætt að taka vítamínin sín á öðrum mánuði meðgöngu. Ástæðan var slæm ógleði. 

„Ég tók þau fyrstu tvo mánuðina og svo urðu uppköstin svo slæm. Ég varð að taka ákvörðun um hvort ég vildi taka vítamínin og æla eða viðhalda þeirri næringu sem ég fékk út úr því sem ég náði að borða þann daginn,“ sagði Halsey sem tók lyf til þess að stöðva ógleði og uppköst. 

„Ég fór til læknis hágrátandi og sagði: ég hef ekki tekið vítamínin mín í sex vikur. Er í lagi með barnið? Ég var svo reið sjálfri mér. Þú hefur eitt verkefni! Eitt verkefni! Að taka vítamínin þín. Líkaminn þinn er að gera allt hitt, þú getur ekki einu sinni gert þetta. Mér leið eins og ég væri svo misheppnuð.“

Tónlistarkonan var hrædd um að fólk á internetinu myndi dæma hana fyrir að hafa sleppt því að taka vítamínin en ákvað að segja samt frá því í viðtalinu. Þegar hún varð ólétt ætlaði hún að gera allt eftir bókinni. Stunda jóga, bera á sig olíu, borða hollt, hugleiða. „Ég hef ekki gert neitt af þessu. Núll. Ekkert. Ég borða smákökur og fékk mér beyglu á hverjum degi fyrstu fimm mánuði meðgöngunnar.“

View this post on Instagram

A post shared by Allure Magazine (@allure)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert