Gaf dóttur sinni demantshálsmen í þriggja ára afmælisgjöf

Cardi B kann að velja afmælisgjafir handa dóttur sinni.
Cardi B kann að velja afmælisgjafir handa dóttur sinni. AFP

Rapparinn Cardi B gaf dóttur sinni Kulture demantshálsfesti í þriggja ára afmælisgjöf. Cardi B hefur haft það fyrir hefð að gefa dóttur sinni rándýrar afmælisgjafir. 

Hálsfestin er hönnuð af Elliot Elliante og á henni eru fimm gripir; einn eins og Birkin-taska í laginu, merki Chanel, Mína mús og stafurinn K.

„Pabbi hennar toppaði mig en ég gaf elskunni minni samt góða gjöf,“ sagði Cardi B þegar hún sýndi gjöfina í myndbandi á Instagram. Kulture á Cardi B með rapparanum Offset og eiga þau von á öðru barni sínu saman í haust.

Kulture litla er vön að fá aðeins það besta sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Á fyrsta afmælisdaginn fékk hún til dæmis 12 milljóna króna hálsmen frá foreldrum sínum og á 100 þúsund króna snjógalla frá Versace.

Umrætt hálsmen sem Kulture litla fékk í 3 ára afmælisgjöf.
Umrætt hálsmen sem Kulture litla fékk í 3 ára afmælisgjöf. Skjáskot/Instagram
mbl.is