Bachelorpar á von á barni eftir erfiðleika

Ashley Iaconetti og Jared Haibon eiga von á sínu fyrsta …
Ashley Iaconetti og Jared Haibon eiga von á sínu fyrsta barni. Parið kynntist í þáttunum Bachelor in Paradise. Skjáskot/Instagram

Bachelorparið Ashley Iaconetti og Jared Haibon eiga von á sínu fyrsta barni eftir að hafa glímt við ófrjósemi í nokkurn tíma. 

Iaconetti og Haibon deildu gleðifréttunum á samfélagsmiðlum í gær. Iaconetti er gengin 10 vikur og er von á litla barninu í febrúar á næsta ári. 

„Jared hefur ekki getað kysst mig í nokkurn tíma því ég get ekki hætt að kasta upp,“ sagði fyrrum Bachelor stjaranan í beinni útsendingu. 

Parið opnaði sig í maí síðastliðinn um hversu erfiðlega hefði gengið hjá þeim að eignast barn. Þau gengu í það heilaga í ágúst árið 2019 en au trúlofuðust í lok 5. seríu af þáttunum Bachelor in Paradise.

mbl.is