Heiðruðu minningu föður síns og systur

Dóttir Kobe Bryant á WNBA stjörnuleiknum
Dóttir Kobe Bryant á WNBA stjörnuleiknum Skjáskot/Instagram

Dætur eins besta körfuboltamanns allra tíma, Kobe Bryant sem lést í flugslysi fyrir rúmu ári ásamt 13 ára dóttur sinni Gigi, mættu með móður sinni á stjörnuleik WNBA á dögunum.

Dæturnar sem eru fjögurra og tveggja ára voru klæddar í sitthvora körfuboltatreyjuna. Sú eldri, Bianka, var í treyju bandaríska körfuboltafélagsins Los Angeles Lakers merkta föður þeirra og yngri dóttirinn, Capri, var í treyju sem að eldri systir þeirra, Gigi, notaði í körfuboltaskólanum Mamba Academy.

mbl.is