Með samviskubit yfir að vera vinnandi móðir

Nicki Minaj fær samviskubit yfir að fara frá syni sínum …
Nicki Minaj fær samviskubit yfir að fara frá syni sínum í vinnuna. AFP

Það er ekki tekið út með sældinni að vera heimsfræg tónlistarkona og vera móðir. Tónlistarkonan Nicki Minaj opnaði sig á dögunum um það samviskubit sem hún fær þegar hún sinnir vinnunni sinni. 

Tónlistarkonan eignaðist sitt fyrsta barn í september á síðasta ári með eiginmanni sínum Kenneth Perry. 

„Til allra kvenna þarna úti sem þurfa að vakna á hverjum morgni og fara frá börnum sínum í vinnuna. Guð blessi ykkar. Ég veit að þetta er ekki auðvelt. Ég fer í myndatöku í tvo tíma og þegar ég sé barnið mitt þá finn ég fyrir samviskubiti. Ég hugsa bara Guð minn góður,“ sagði söngkonan í beinni útsendingu á Instagram á dögunum.

Minaj og Perry eignuðust son en hafa ekki enn greint frá nafni hans. 

mbl.is