Uppeldið gengur vel eftir skilnaðinn

Megan Fox og Brian Austin Green eiga þrjá drengi saman.
Megan Fox og Brian Austin Green eiga þrjá drengi saman. AFP

Hollywoodstjörnurnar Megan Fox og Brian Austin Green greindu frá skilnaði sínum í fyrra. Eftir deilur í byrjun gengur foreldrasamstarfið mun betur en saman eiga stjörnurnar þrjá drengi. 

„Megan og Brian eru að gera sitt besta í að ala upp börnin saman,“ sagði heimildarmaður Us Weekly sem þekkir til stjarnanna. „Þeim kemur betur saman en fyrir einu og hálfu ári. Það er ekki fullkomið, þetta er enn í vinnslu en þeim gengur betur.“

Fox og Green voru gift í tíu ár og eiga saman synina Noah sem er átta ára, Bodhi sjö ára og Journey sem er fjögurra ára. „Þetta er allt gert fyrir börnin,“ sagði heimildarmaðurinn. „Eldri börnin tvö eru á þeim aldri þar sem þau geta lesið um foreldra sína á netinu. Þau passa hvað þau segja og birta. Þú vilt alls ekki sjá þau tala illa hvort um annað í fjölmiðlum.“ 

mbl.is