Deilir fallegum myndum úr heimafæðingunni

Hilary Duff fæddi sitt þriðja barn heima.
Hilary Duff fæddi sitt þriðja barn heima. Ljósmynd/Instagram

Leikkonan Hilary Duff fæddi sitt þriðja barn, dótturina Mae James, fyrr á þessu ári. Dótturina fæddi hún heima og deildi hún fallegum myndum af fæðingunni á Instagram í vikunni. 

„Til þess að ég finni fyrir öryggi á meðan ég fæði og til þess að ég komist þangað sem ég vil fara er lykilatriði að hafa rétta stuðningsnetið. Fullkomið rými, þrýsting, húmor, kyrrð og fólkið mitt sem veitir mér styrkinn,“ skrifaði Duff með myndunum. 

Duff fer fallegum orðum um eiginmann sinn, Matthew Koma, og „dúluna“ sína Molly Bernard. 

Móðir Duff, Susan, var einnig viðstödd og sá um næringu.

Ljósmynd/Instagram
Ljósmynd/Instagram
Ljósmynd/Instagram
Ljósmynd/Instagram
Ljósmynd/Instagram
Ljósmynd/Instagram
mbl.is