Salka og Arnar eiga von á barni

Salka Sól og Arnar Freyr eiga von á barni.
Salka Sól og Arnar Freyr eiga von á barni. mbl.is/​Freyja Gylfa

Tónlistarfólkið Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason eiga von á öðru barni sínu. Salka Sól birti mynd af fjölskyldunni með sónarmynd á samfélagsmiðlum sínum í dag. Hamingjuóskum hefur rignt yfir fjölskylduna. 

Fyrir eiga hjónin Unu Lóu sem kom í heiminn í lok árs 2019. Salka hefur talað opinberlega um ófrjósemisbaráttu þeirra. 

Barnavefur mbl.is óskar hjónunum til hamingju. 

mbl.is