Ása Steinars og Leo eiga von á barni

Ása Stein­ars­dótt­ir á von á barni með kærasta sínum Leo.
Ása Stein­ars­dótt­ir á von á barni með kærasta sínum Leo. Ljósmynd/Aðsend

Ferðaljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir og kærasti hennar Leo Alsved eiga von á sínu fyrsta barni saman. Ása er þekktust fyrir stórbrotnar myndir sínar af landslagi Íslands og nú síðast landaði hún verkefni fyrir tískutímaritið Vogue. 

Ása sagði frá gleðifréttunum á Instagram í gær þar sem hún sagði þau Leo vera gríðarlega spennt fyrir litlu viðbótinni sem kemur í heiminn í desember á þessu ári. 

„Við erum rosalega spennt fyrir þessum nýja kafla í lífi okkar. Mér finnst ég svo heppin að hafa fundið Leo og að við séum í takt á svo mörgum sviðum,“ skrifaði Ása. Hún segir þau nú þegar byrjuð að koma fyrir þriðja sætinu í húsbílnum sem þau búa í og ferðast um landið á. mbl.is