Er bæði mamma og pabbi

Amber Heard.
Amber Heard. AFP

Leikkonan Amber Heard eignaðist sitt fyrsta barn í apríl með hjálp staðgöngumóður. Hún er einstæð og gengur greinilega í öll störf. Ungbarnið Oonagh Paige Heard er verkstjórinn á heimilinu. 

„Ég er bara mamman og pabbinn. Hún er yfirmaðurinn,“ skrifaði Heard við mynd á Instagram af sér og dóttur sinni. 

Heard, sem er 35 ára, greindi frá komu dóttur sinnar í byrjun júlí. Hún sagði jafnframt frá því að hún hefði tekið ákvörðun um að verða móðir fjórum árum fyrr og gera það á eigin forsendum. Þá vonaðist hún til þess að í framtíðinni þætti það eðlilegt að eignast barn án þess að vera í hjónabandi. 

View this post on Instagram

A post shared by Amber Heard (@amberheard)

 

mbl.is