Talar opinskátt um kynlíf við börnin

Bekah Martinez á tvö ung börn og er byrjuð að …
Bekah Martinez á tvö ung börn og er byrjuð að fræða þau um kynlíf. Skjáskot/Instagram

Bekah Martinez úr bandarísku raunveruleikaþáttunum Bachelor er óhrædd við að tala við börnin sín um kynlíf. Börn Martinez eru tveggja og hálfs árs og eins árs. Hún segir betra að vera á undan netinu og kenna börnunum nokkrar grunnstaðreyndir um kynlíf.

„Ung börn eru fullfær um að skilja einfaldar útskýringar á kynlífi og öðrum flóknum málefnum og ég held að það hjálpi virkilega að upplýsa þau um staðreyndir og byrja að opna samtal af hreinskilni og trausti,“ sagði bachelorstjarnan á instagram að því er fram kemur á vef People

Martinez segir að dóttir hennar sem er tveggja og hálfs árs elski að horfa á fæðingarmyndböndin á heimilinu. Stjarnan segir að hún hræðist þau ekki né finnist þau skrítin. Henni finnst þau bara áhugaverð. Samfélagsumræðan hefur enn ekki litað álit telpunnar. 

Hún sagði jafnframt að sér þætti ekkert að því að segja börnum frá því að börn yrðu til þegar typpi færi inn í píku svo lengi sem það væri gert á einfaldan hátt. „Ef þú kennir börnunum þínum þetta ekki nógu snemma gerir netið það mögulega á undan eða illa upplýstir vinir þeirra. Auk þess: hvað er eiginlega rangt við þessar grunnstaðreyndir?“

View this post on Instagram

A post shared by bekah martinez (@bekah)

mbl.is