Eignaðist langþráða barnið

Halsey.
Halsey. AFP

Tónlistarkonan Halsey eignaðist sitt fyrsta barn í síðustu viku með kærasta sínum, Alev Aydin. Halsey greindi frá gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni og birti svarthvíta mynd með færslunni.

Hún lýsti yfir þakklæti og sagði ótrúlega tilfinningu hafa fylgt fæðingunni. Barnið fékk nafnið Ender Ridley Aydin. 

Söng­kon­an var aðeins 23 ára þegar hún greindi frá því að hún ætlaði að frysta egg sín, en hún er með en­dómetríósu og hafa aðdá­end­ur henn­ar fylgst með henni fara í fjölda aðgerða. Stuttu áður en hún sló í gegn missti hún fóst­ur. Fóstrið missti hún rétt áður en hún steig á svið en hélt áfram með tón­leik­ana þrátt fyr­ir að henni blæddi.

View this post on Instagram

A post shared by halsey (@iamhalsey)

mbl.is