Heppin að vera á lífi

Christ­ine Quinn opnaði sig um erfiða fæðingu á Instagram.
Christ­ine Quinn opnaði sig um erfiða fæðingu á Instagram. Skjáskot/Instagram

Fast­eigna­sal­inn og raun­veru­leika­stjan­an Christ­ine Quinn úr Selling Sunset fagnaði því á dögunum að sonur hennar er orðinn tveggja mánaða. Í tilefni þess greindi hún frá erfiðri fæðingu hans á Instagram en Christian, litli drengurinn hennar, var tekinn með bráðakeisara. Quinn segir þau heppin að vera á lífi. 

Vatnið fór þegar Quinn var í tökum og hún var send á spítala með níu í útvíkkun. „Með oföndun vegna gríðarlegs sársauka var mér flýtt í bráðakeisara vegna þess að hjartsláttur okkar beggja var að hrynja. Naflastrengur litla C var vafinn utan um háls hans. Litli C var nokkrum sekúndum frá því að lifa þetta ekki af. Skurðlæknarnir höfðu ekki tíma til þess að fara yfir tólin sín áður en þau saumuðu mig saman af því ég var að deyja. Þau settu mig í röntgen eftir aðgerðina til þess að vera vissir um að það væru engin tæki enn inni í líkamanum. Ég er svo þakklát læknunum sem björguðu lífi okkar beggja,“ skrifaði Quinn. 

Quinn, sem vakti mikla athygli fyrir dramatíska hegðun í fasteignaraunveruleikaþáttunum Selling Sunset, segist þakka guði fyrir blessun sína og kraftaverkabarnið sitt. Hún segir lífið stutt og gremja sóun á fullkominni hamingju. Núna finnur hún fyrir þeirri ábyrgð að vera fyrirmynd. 

mbl.is