Georg prins brosti sínu breiðasta í afmælismyndatöku

Georg litli prins af Cambridge er 8 ára í dag, …
Georg litli prins af Cambridge er 8 ára í dag, 22. júlí AFP

Georg prins, sonur hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge, er átta ára í dag. Í tilefni af því birtu hjónin mynd af stráknum á instagramsíðu fjölskyldunnar.

Það er hefð hjá Vilhjálmi og Katrínu að birta myndir af börnunum sínum á afmælisdegi þeirra. Það var ekki gerð undantekning á þeirri hefð í þetta skiptið en breskir fjölmiðlar höfðu greint frá að möguleiki væri á því að enginn mynd kæmi frá Kensington-höll í ár. Sögusagnir voru á kreiki um að Vilhjálmur og Katrín hefðu áhyggjur af leiðinlegum athugasemdum, en illkvittnar athugasemdir eru orðnar tíðari en áður og Georg kominn á þann aldur að hann er farinn að skoða slíkt.

Þegar drengir ná átta ára aldri innan konungsfjölskyldunnar breytist fatastíllinn. Tískufræðingar segja að þeir hætti að klæðast stuttbuxum og fari að klæðast buxum á þessum aldri. Við sjáum hvað setur en feðgarnir voru í stíl á nýliðnu stórmóti í knattspyrnu sem fram fór að hluta til á Englandi.

mbl.is