Neitar að horfa á kvikmyndir pabba síns

Matt Damon á fullt í fangi með 15 ára dóttur …
Matt Damon á fullt í fangi með 15 ára dóttur sína Isabellu, sem neitar að horfa á kvikmyndir hans. AFP

Hin 15 ára gamla Isabella, dóttir leikarans Matts Damons, þvertekur fyrir að horfa á kvikmyndir pabba síns. Þá hefur hún til að mynda ekki horft á kvikmyndina Good Will Hunting sem hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir. 

„Veistu það, unglingurinn minn neitar að horfa á hana. Hún vill ekki horfa á neina mynd sem ég er í sem hún heldur að sé góð,“ sagði Damon í viðtali við Sunday Morning á CBS

Hann segir dóttir sína hafa gaman af því að stríða sér á myndunum. „Hún passar að ég sé með báða fætur á jörðinni.“

Isabella er elsta dóttir Damons og eiginkonu hans Luciönu Barroso. Þau eiga dótturina Giu sem er 12 ára og Stellu 10 ára en Barroso á eina dóttur úr fyrra hjónabandi. Þau Damon gengu í það heilaga árið 2005 en þau kynntust á næturklúbb í Miami þar sem Barroso vann sem barþjónn.

mbl.is