Faðir Meghan krefst þess að hitta barnabörnin

Meghan og Harry með Arhcie nýfæddan. Þau eru nýbúin að …
Meghan og Harry með Arhcie nýfæddan. Þau eru nýbúin að eignast litla dóttur. AFP

Faðir Meghan hertogaynja af Sussex, Thomas Markle, hefur enn ekki hitt barnabörn sín Archie og Lili. Í nýju viðtali hótar hann að fara lagalegu leiðina til þess að hitta barnabörn sín í framtíðinni. 

Markle sagði í viðtali á bandarísku stöðinni Fox að það ætti ekki að refsa börnum Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju vegna slæmrar hegðunar hertogahjónanna. Hann biðlar til að mynda bresku konungfjölskylduna til þess að leyfa skírn Liliar að fara fram í kirkju drottningar. 

„Archie og Lili eru bara lítil börn. Þau eru ekki peð í pólitískum leik. Þau eru líka konungsborin og eiga rétt á sömu réttindunum og annað kóngafólk,“ sagði Markle. Harry og Meghan sögðu sig frá opinberum störfum sínum í þágu bresku konungsfjölskyldunnar í fyrra.

Frumburður hertogahjónanna, sonurinn Archie, kom í heiminn árið 2019 og annað barn þeirra, dóttirin Lili, fæddist í Bandaríkjunum í sumar. Afinn greindi frá því að hann ætlaði að leggja fram formlega beiðni í Kaliforníuríki. Í beiðninni ætlar hann að krefjast þess að hitta barnabörnin sín sem dóttir hans á og hann hefur aldrei hitt. Reyndar hefur Markle aldrei hitt tengdason sinn. 

Harry og Meghan giftu sig árið 2018.
Harry og Meghan giftu sig árið 2018. AFP

Upp úr sambandi Meghan og föður hennar slitnaði rétt fyrir brúðkaup Harry og Meghan árið 2018. Thomas Markle sem býr í Mexíkó varð uppvís að því að stilla sér upp fyrir götuljósmyndara sem seldi myndir af honum rétt fyrir brúðkaupið. Svo fór að hann mætti ekki í brúðkaupið þar sem hann fékk hjartaáfall og komst ekki í tæka tíð. Síðan þá hefur hann verið í opinberu stríði við dóttur sína og tengdason. 

mbl.is